Borða 100 pylsur, spila fyrir pening á götum bæjarins og tattú með nafni skólameistarans

Borða 100 pylsur, spila fyrir pening á götum bæjarins og tattú með nafni skólameistarans

Góðgerðarvika Menntaskólans á Akureyri hófst í morgun. Góðgerðarvikan er árlegur viðburður í MA þar sem nemendur safna áheitum til styrktar góðu málefni. Í ár mun  Aflið – Samtök gegn kynferðis- og heimilisofbeldi njóta góðs af velvild nemenda.

Á Facebook-síðu Skólafélagsins Hugins má sjá þá gjörninga sem nemendur ætla sér að framkvæma í þágu söfnunarinnar. Skólafélög og nemendur munu meðal annars borða 100 pylsur, fara 100 ferðir í rennibrautunum í Sundlaug Akureyrar, lyfta 250 tonnum og lesa í sólarhring.

Ef 1 milljón safnast þá mun einn nemandi fá sér húðflúr með nafninu Jón Már en Jón Már Héðinsson er skólameistari Menntaskólans. Alla gjörningana má sjá á Facebook-síðu Skólafélagsins Hugins hér að neðan.

Hægt er að styrkja söfnunina í gegnum reikningsnúmerið 0162-15-382074 og kennitöluna 470997-2229


UMMÆLI