Borga­rís í Eyja­firðiMynd/aðsend Friðrik Friðriksson

Borga­rís í Eyja­firði

Mynd­ar­leg­ur borga­rís er nú í mynni Eyja­fjarðar. Þetta kemur fram á vef mbl.is.Talsvert hefur kurlast úr ísnum og hefur Landhelgisgæslan varað við ísbrotum sem geta reynst hættuleg í myrkri.

Staðsetn­ing borga­ríss­ins á há­degi í dag var 66°08.89 18°28,98 og á eft­ir að koma í ljós hvort að hann muni halda inn Eyja­fjörðinn eða fara þar fram­hjá.

Vakthafandi starfsmaður Landhelgisgæslunnar segir í samtali við mbl.is að haft hafi verið sam­band við báta og skip á svæðinu og þau verið beðin um að láta fljót­lega aft­ur vita af staðsetn­ingu borga­ríss­ins.

Hef­ur tölu­verður fjöldi hvala­skoðun­ar­báta og annarra báta á svæðinu siglt þar að til að skoða.

Mynd/aðsend Friðrik Friðriksson

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó