Borgarbíó hættir starfsemi 30. apríl

Borgarbíó hættir starfsemi 30. apríl

Í tilkynningu á Facebook síðu Borgarbíó á Akureyri kemur fram að starfsemi kvikmyndahússins muni hætta þann 30. apríl næstkomandi. Síðasta sýningin fer fram það sama kvöld kl. 21:40.

„Borgarbíó þakkar Akureyringum og Norðlendingum öllum samfylgdina á liðnum áratugum. Bestu þakkir til hins stóra og frábæra hóps starfsfólks sem starfað hefur við kvikmyndahúsið í gegnum tíðina, svo og til samstarfsaðila. Takk fyrir okkur – og takk fyrir ykkur!“ segir í tilkynningunni.

Ljóst er að nú fer hver að verða síðastur að sjá kvikmyndasýningu í Borgarbíó og því vel þess virði að gera sér ferð fyrir lokun.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó