Ásthildur Sturludóttir, bæjarstjóri, deildi fyrr í dag á Facebook-síðu sinni frá atviki sem þar sem börn frá deildinni Helli, í leikskólanum Klappir, bentu á að það vanti rusladall í Kvenfélagsreitinn við Áshlíð. Börnin segjast finna mikið af rusli á svæðinu, líkt og poka með hundkúk og biðla þau til bæjarstjóra að setja upp rusladall til þess að halda svæðinu hreinu. Ásthildur þakkar fyrir beiðnina og segist ætla verða við henni. Hér fyrir neðan má lesa færsluna frá Ásthildi í heild sinni ásamt bréfinu sem hún fékk sent.
Bæjarstjórinn fær allskonar erindi. Hér er eitt sem mér finnst sérstaklega fallegt og skýrt. Tvær teiknaðar myndir af fígúrum sem eru að henda rusli í rusladall. Þetta kemur frá krökkum á leikskóladeildinni Helli í (á) Klöppum sem leika sér mikið í Kvenfélagsreitnum við Áshlíð og vilja hafa jörðina fína eins og segir í bréfinu. Þarna vantar að þeirra mati rusladall. Þökkum þessa fallegu beiðni og munum setja upp rusladall…þakkir til barnanna fyrir fallegt bréf og teikningar og þarft erindi.


UMMÆLI