KIA

Börn á leik í kringum vinnuvélar – Biðlar til fólks að tala við börnin sín

Halla Valey Valmundardóttir lenti í fremur ógnvænlegum aðstæðum í gær þegar hún sá börn að leik út um gluggann sinn í Giljahverfi. Börnin voru úti að leika sér í snjónum á einum af þeim fjölmörgu snjóhólum sem eru nú í bænum. Á sama tíma var vinnuvél að moka snjó í hólinn og því gæti skapast hætta fyrir börnin sem starfsmaður vinnuvélarinnar sér ekki fyrir hólnum.

Halla segist sjálf ekki hafa verið í aðstöðu til þess að hlaupa og tala við börnin en sem betur fer hafi komið maður og talað við þau. Halla deildi myndum af atvikinu í þeim tilgangi að hvetja foreldra til þess að útskýra fyrir börnum sínum hættuna sem fylgir því að leika í kringum slíkar vélar og segja þeim að finna sér annan leikstað en í kringum vinnuvélar sem eru út um allt núna.

Myndirnar má sjá hér að neðan:

 

 

 

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó