Breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar

Breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn Akureyrar

Bæjarstjórn Akureyrar hefur boðað til blaðamannafundar í Menningarhúsinu Hofi (Nausti) kl. 12 á hádegi í dag. Efni fundarins eru breytingar á meirihlutasamstarfi í bæjarstjórn.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá bænum en ekki kemur fram í tilkynningunni hvaða breytinga er að vænta. Í umfjöllun Vikublaðsins um málið segir að mynduð verði svo­kölluð „þjóðstjórn“ þar sem all­ir flokk­ar komi að borðinu. Þetta verði gert vegna slæms rekst­urs bæj­ar­ins.

Eftir síðustu kosningar mynduðu Sam­fylk­ing­in, L-listi og Fram­sókn­ar­flokk­ur meirihluta í bæjarstjórn en flokkarnir hafa hver um sig tvo bæjarfulltrúa sem gerir sex af ellefu bæjarfulltrúum.

UMMÆLI