Breytingar á rekstri Kristjánsbakarís

Breytingar á rekstri Kristjánsbakarís

Rekstur Kristjánsbakarís á Akureyri hefur verið erfiður undanfarin ár, þá sérstaklega yfir vetrarmánuðina. Í kjölfar Covid-19 hefur reksturinn orðið verulega þungur og nú eru breytingar á starfsemi bakarísins í vændum.

Þetta kemur fram í svari Viktors Sigurjónssonar við fyrirspurn Kaffið.is. Hann segir að nú sé verið að vinna í því hvernig hægt verði að endirskipuleggja reksturinn. Næstu mánuðir verði nýttir í það að breyta Kristjánsbakarí með það að markmiði að geta sinnt og þjónustað viðskiptavinum betur og tryggt starfsemi bakarísins á Akureyri til framtíðar.

Endurskipulagningin mun fela í sér að Kristjánsbakarí framleiði einhverjar vörur sínar í Reykjavík. Viktor segir að það sé hagkvæmara vegna markaðssvæðis.

„Mig langar að taka það skýrt fram að Kristjánsbakarí er ekki að hætta starfsemi. Kristjánsbakarí á Akureyri mun vera áfram til,“ segir Viktor.

Kristjánsbakarí er norðlenskt bakarí sem á sér yfir 100 ára sögu. Bakaríið var stofnað árið 1912 og hefur rekið tvær brauðbúðir á Akureyri í áraraðir.

UMMÆLI

Sambíó