Prenthaus

Breytingar framundan í miðbæ Akureyrar

Breytingar framundan í miðbæ Akureyrar

Norðurhluti miðbæjar Akureyrar mun fljótlega taka töluverðum breytingum. Bæði húsið við Geislagötu 5, og Borgarbíó, hafa verið seld og áform eru um uppbyggingu og breytingar.

Byggingarfélagið SS-Byggir keypti í lok síðasta árs húsið við Geislagötu 5 en Arion banki var þar síðast til húsa. Til stendur að hækka húsið um tvær hæðir.

Skipu­lags­ráð Ak­ur­eyr­ar­bæj­ar hef­ur tekið já­kvætt í er­indi frá T. Ark arki­tekt­um sem sent var inn fyr­ir hönd lóðar­hafa en í er­ind­inu er óskað eft­ir því að húsið verði allt að fimm hæðir og sú efsta inn­dreg­in.

BB-Byggingar, hafa þá keypt húsnæði Borgarbíós og hyggjast breyta til á reitnum.

Nán­ar má lesa um málið í Morg­un­blaðinu í dag.

Sjá einnig: Ný áform fyrir bankahúsið í Geislagötu

Sjá einnig: Kemur til greina að rífa Borgarbíó og byggja nýtt hús

UMMÆLI