Bríet Fjóla sem er einungis 15 ára gömul hefur þegar leikið 21 leik í meistaraflokki, þar af 15 í Bestu deildinni. Fyrsti leikur hennar var í eftirminnilegum 3-2 sigri gegn Breiðablik í september 2023.
Bríet Fjóla hefur verið í meistaraflokkshópi liðsins í rúmt ár en jafnframt leikið með yngri flokkum.
Þór/KA nýtir öflugt uppeldisstarf sitt og er Bríet talin eiga bjarta framtíð með liðinu.
„Það er alltaf mikið gleðiefni þegar ungar og efnilegar heimastelpur semja við félagið sitt,“ segir Jóhann Kristinn Gunnarsson, þjálfari Þórs/KA. „Bríet Fjóla er sannarlega ein af þeim sem eiga framtíðina fyrir sér hér í Þór/KA. Þrátt fyrir ungan aldur er Bríet Fjóla nú þegar komin með nokkra reynslu af Bestu deildinni og er að taka góð og ákveðin skref á sínum ferli. samviskusöm, dugleg, hæfileikarík og góður liðsfélagi sem leggur sig alltaf alla fram á æfingum og í leikjum. Við hlökkum mikið til að vinna með henni áfram og sjá hana blómstra á vellinum.“
UMMÆLI