Bruninn í Hrísey líklega af mannavöldum

Bruninn í Hrísey líklega af mannavöldum

Lögreglan á Akureyri vinnur nú með tvær kenningar varðandi brunann sem varð í frystihúsi Hríseyjar Seafood í Hrísey á fimmtudagsmorgun. Talið er nokkuð víst að bruninn hafi verið af mannavöldum en óljóst er hvort um slys eða íkveikju hafi verið að ræða. Lögregla telur slys líklegra eins og er. Þetta kemur fram á Vísi.is í dag.

Þar er haft eftir Bergi Jónssyni, aðstoðaryfirlögregluþjóni á Akureyri, að lögreglan hafi nánast útilokað að bruninn hafi komið til vegna rafmagnsbilunar.

Fyrstu upplýsingar gáfu til kynna að rafmagnsbilun í rými þar sem lyftarar voru í hleðslu hafi mögulega valdið eldinum. Svo virðist ekki vera.

UMMÆLI

Sambíó