Bryndís Lára framlengir við Þór/KABryndís og Nói Björnsson stjórnarformaður Þór/KA. Mynd: Palli Jóh

Bryndís Lára framlengir við Þór/KA

Markvörðurinn Bryndís Lára Hrafnkelsdóttir framlengdi samning sinn við Þór/KA í dag. Samningurinn gildir til næstu þriggja ára.

Bryndís Lára gekk til liðs við Þór/KA á haustdögum 2016 og varð Íslandsmeistari með liðinu 2017. Það sumar spilaði Bryndís alla leiki liðsins þ.e. 18 í deild og  2 í bikar.

En eftir það tímabil ákvað hún að leggja markmannshanskana á hilluna og snéri sér að frjálsum íþróttum. Bryndís snéri aftur í mark Þórs/KA í vor þegar Helena Jónsdóttir meiddist illa og ljóst að hún léki ekki meira með liðinu. Bryndís spilaði þá alls sex leiki með liðinu þ.e. 4 í deild 1 í bikar og í Meistarakeppni KSÍ. Þór/KA lánaði síðan leikmanninn til hennar gamla félags, ÍBV þar sem hún lék 7 leiki. 

Það var Nói Björnsson stjórnarmaður í Þór/KA sem undirritaði samninginn fyrir hönd Þórs/KA.

 

UMMÆLI

Sambíó