Búið að bólusetja fyrsta íbúann á Norðurlandi

Búið að bólusetja fyrsta íbúann á Norðurlandi

Sveinfríður Sigurpálsdóttir var fyrsti íbúinn á Norðurlandi til að fá bólusetningu við kórónuveirunni. Sveinfríður hefur starfað sem hjúkrunarfræðingur á Heilbrigðisstofnun Norðurlands á Blönduósi frá árinu 1973. Sveinfríður tók bólusetningunni vel og kenndi sér einskis meins.

Á meðfylgjandi mynd má sjá Ásdísi Arinbjarnardóttur, yfirhjúkrunarfræðing svæðis á HSN Blönduósi gefa sprautuna en bólusetningar í þessari lotu á Blönduósi eru nú langt komnar.

Sambíó

UMMÆLI