Búið að malbika hringtorgið við VaðlaheiðargöngMynd: Vaðlaheiðargöng á Facebook

Búið að malbika hringtorgið við Vaðlaheiðargöng

Búið er að malbika hringtorgið við Vaðlaheiðargöng Eyjafjarðarmegin, en verkið kláraðist í dag. Veður hefur verið hagstætt síðustu daga til að malbika en búið er að malbika tenginguna við þjóðveginn og alveg inn að gangamunanum.

Í fyrradag var vegurinn Fnjóskadals megin klæddur.

Vegfarendur eru hvattir til að fara varlega þar sem vegkaflinn og hringtorgið er ekki fullklárað þó svo malbikun sé lokið og eru hvattir til að nota stefnuljós.

Frá framkvæmdunum í gær, þar sem verið var að malbika.

UMMÆLI

Sambíó