Byssurnar frá Hlíðarfjalli

Byssurnar frá Hlíðarfjalli

Enn ein gerðin af skotfærum úr seinni heimsstyrjöldinni fannst í Hlíðarfjalli í dag (sjá mynd). Um eina .38 kalibera patrónu er að ræða, REM-UMC Smith & Wesson, líklega úr skammbyssu af gerðinni M 1917. Þá fundust nokkrar patrónur utan um byssukúlur af gerðinni US. 45 auto sem ekki hafa komið fram áður. Kúlurnar fundust í fjallinu nú á dögunum.

Fimm gerðir skotfæra hafa því litið dagsins ljós eftir tæplega 80 ára dvöl í hlíðum fjallsins. Tvær lengri gerðir patróna og byssukúlur úr rifflum og þrjár smærri gerðir skothylkja og kúlur úr skammbyssum og vélbyssum. Þetta safn skotfæra er því farið að gefa nokkuð góða mynd af því vopnabúri sem var í hlíðunum ofan Akureyrar á stríðsárunum.

Smelltu hér til að skoða myndir af skotfærunum og byssunum í Hlíðarfjalli.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó