The Color Run á Akureyri í annað sinn

The Color Run á Akureyri í annað sinn

Litríkasta skemmtun sumarsins verður næstu helgi

Nú styttist í að Color Run litahlaupið verði haldið á Akureyri í annað sinn. Þessi litríkasta skemmtun sumarsins fer fram í miðbæ Akureyrar laugardaginn 7. júlí. Viðburðarsvæðið verður við hlið Akureyrarvallar líkt og í fyrra þar sem hitað verður upp fyrir hlaup og sömuleiðis fer skemmtunin eftir hlaup fram á sama stað. Hlaupið verður í gegnum miðbæ Akureyrar til suðurs til móts við skautahöllina og aftur til baka. Á leið hlaupara verða fjögur litahlið þar sem þátttakendur verða baðaðir litapúðri með tilheyrandi skemmtun.

Color Run er viðburður sem enginn ætti að láta framhjá sér fara og gaman að fá þennan viðburð til Akureyrar en uppselt hefur verið í hlaupið undanfarin ár í Reykjavík. Meðfylgjandi myndir voru teknar í Litahlaupinu sem fram fór í Reykjavík þann 9. júní síðastliðinn. Hægt er að nálgast miða í hlaupið á tix.is

Smellið á myndirnar til að stækka.

UMMÆLI

Sambíó