Daði Freyr spenntur fyrir komunni til Akureyrar

Daði Freyr spenntur fyrir komunni til Akureyrar

Tónlistarmaðurinn Daði Freyr Pétursson spilar á tónleikum á Græna Hattinum á Akureyri 19. júlí næstkomandi.

Daði segir að tónleikarnir verði sérstakir þar sem hann ætlar sér að fara yfir tónlistarferilinn sinn hingað til og taka lög sem hann hefur ekki spilað í mörg ár.

„Ég hef ekki spilað á Græna Hattinum í 2 ár og get ekki beðið. Þetta verða sennilega lengstu tónleikar sem ég hef spilað, hlé og allt.“ skrifar Daði á Instagram.

UMMÆLI