Dæmdur fyrir líkamsárás á Götubarnum

Dæmdur fyrir líkamsárás á Götubarnum

Í gær var 21 árs karlmaður dæmdur í fjögurra mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás á Götubarnum. Árásin átti sér stað aðfaranótt föstudagsins 2. febrúar 2018.

Dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Norðurlands eystra í gær en maðurinn játaði að hafa slegið annan karlmann með krepptum hnefa í andlitið með þeim afleiðingum að fórnarlambið féll í gólfið.

Hann játaði einnig að hafa sparkað í andlit eftir að hann féll í gólfið. Fórnarlambið hlaut skurð á nefi, blóðnasir, sár á enni og hægri kinn, brot á framhlið efri framtannar auk fleiri eymsla í kjálka, enni og í kringum hægri augntóft vegna árásarinnar.

Ákærða var einnig gert að greiða fórnarlambinu um 75 þúsund króna greiðslu fyrir útlagðan kostnað vegna árásarinnar.

UMMÆLI