Dagskrá Akureyrarvöku tilkynntMynd: Akureyri.is

Dagskrá Akureyrarvöku tilkynnt

Afmælishátíð Akureyrar, Akureyrivaka, verður haldin helgina 30. ágúst til 1. september næstkomandi. Þétt dagskrá er í boði og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Hátíðin verður formlega sett klukkan 20:30 á föstudaginn með viðburðinum Rökkurró í Lystigarðinum. Þar er fólki boðið í rómantíska stemningu, dans og ljúfa tóna.

Rúmlega 70 fjölbreyttir viðburðir verða á dagskrá þar á meðal: Draugaslóð á Hamarkotstúni, Mysingur í portinu við Listasafnið, götukörfuboltamót í Garðinum hans Gústa, Pálínuboð í Fálkafelli, Víkingahátíð á MA-túninu, Acro Jóga Fjör, Skáta- og slökkviliðsviðburður, Taekwondosýning og Fornbílasýning í Listagilinu.

Í Hofi verða einnig viðburðir alla helgina. Hægt er að sjá nánar um það hér.

Á laugardagskvöldinu verða svo tónleikar á Ráðhústorgi þar sem norðlenska hljómsveitin Skandall, Skítamórall, Una Torfa, Emmsjé Gauti og Bubbi Morthens spila. Ólafía Hrönn Jónsdóttir verður kynnir.

Hérna er hægt að sjá alla viðburði helgarinnar.

Sambíó

UMMÆLI