Handknattleiksliði KA barst í gær liðsstyrkur fyrir komandi átök í vetur þegar Daníel Matthíasson skrifaði undir hjá félaginu. Daníel er þrítugur varnarmaður og línumaður sem er uppalinn hjá KA. Hann snýr aftur eftir að hafa spilað með FH veturinn 2022-2023 en hann varð Íslandsmeistari með liðinu árið 2024. Þetta kemur fram á vef KA, þar segir einnig:
„Danni lék sína fyrstu meistaraflokksleiki með sameiginlegu liði Akureyrar Handboltafélags árið 2012 en gekk í raðir FH árið 2014. Hann sneri aftur heim í KA árið 2018 þar sem hann myndaði magnað varnarteymi með Daða Jónssyni en Daði skrifaði undir nýjan samning á dögunum og verður ansi spennandi að sjá þá félaga aftur í hjarta KA varnarinnar.“
UMMÆLI