Davíð Máni gefur út sína fyrstu EP plötu

Davíð Máni gefur út sína fyrstu EP plötu

Akureyringurinn Davíð Máni hefur gefið út sína fyrstu EP plötu. Platan er tónlistarverkefni Davíðs sem stundar nám í Tónlistarskólanum á Akureyri en hann er að ljúka sínu öðru ári í Skapandi Tónlist við skólann.

Platan ber nafnið Miomantis, og er það líka listamannsnafnið sem Davíð Máni notar í verkefnið.  Platan er instrumental plata þar sem gítarinn er í aðalhlutverki.

Davíð spilar á alla gítara á plötunni, en honum til aðstoðar eru Zophonías Tumi sem spilar á bassa og trommur, og Sveinn sem spilar á trommur í laginu Smiled Formed Muzzle.

Davíð sá svo að mestu sjálfur um upptökur, hljóðblöndun og masteringu.

Hægt er að hlusta á plötuna á helstu streymisveitum.  Hér er hún til dæmis á Spotify:

UMMÆLI