David Molesky í Deiglunni

David Molesky í Deiglunni

Bandaríski raunsæismálarinn David Molesky sýnir úrval nýrra verka í Deiglunni um næstu helgi. Molesky er þekktur víða um heim fyrir málverk sín af fólki og landslagi.

„Mörg okkar hafa upplifað einhverskonar útgöngubann siðasta árið, að minnska kosti fundum við fyrir takmörkunum hvað varðar rýmin sem við nýtum. Þessar takmarkanir og einangrun hefur haft mikil áhrif á sálarlíf einstaklinga um allan heim en afleiðingar þess munu líklega enduróma um árabil í gegnum menningu,“ segir í tilkynningu.

„Þegar ár er liðið frá því að Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin lýsti Covid-19 sem heimsfaraldri mun Molesky bjóða okkur upp á úrval verka sem endurspeglar þessar sameiginlegu reynslu. Hann hefur verið hér á landi í fjóra mánuði í listabúsetu og búið til seríu málverka sem sýna einmana fígúrur sem lýsa þrá eftir samskiptum við umheiminn.“

David Molesky er bandarískur myndlistamaður með aðsetur í Brooklyn, NY. Hann fæddist í Washington, D.c. og lauk BA-prófi í myndlist og undirbúning að læknisfræði frá University of California í Berkeley.

Hann kom til Íslands daginn fyrir kosningarnar í Bandaríkjunum til að vinna að pöntun í sumarhúsi í Reykholti. Hann fékk langtíma vegabréfsáritun til að lengja heimsókn sína og taka þátt í gestavinnustofum og mun dvelja hér í hálft ár.

Fyrstu fjóra mánuði sína á Íslandi hefur hann gert 35 málverk og skrifað nokkrar greinar fyrir tímarit um reynslu sína hér. Molesky hefur fengið innblástur í fátíða vetrarbirtuna og þau prismatísku áhrif sem hún getur skapað. Þessi fyrirbæri hafa haft áhrif á litanotkun hans og hvernig hann nýtir ljósið sem grundvöll málverksins.

David Molesky: Interiors
Deiglan, Akureyri
Opið laugardag 20. Mars kl 14 – 17
Sunnudag 21. Mars kl. 13 – 17

UMMÆLI

Sambíó