Demantshringurinn formlega opnaður á laugardaginn

Demantshringurinn formlega opnaður á laugardaginn

Laugardaginn næstkomandi, 22. ágúst, verður Demantshringurinn formlega opnaður. Klippt verður á borða með táknrænum hætti við áningarstað sem er við veginn mitt á milli Vesturdals og Dettifoss, en staðsetningu má sjá hér.

Forsætisráðherra, samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa allir boðað komu sínu og taka þátt í opnuninni.

Nánari dagskrá má sjá hér að neðan, en þeir sem hafa áhuga á að sækja viðburðinn þurfa að skrá sig hér. Aðeins er leyfilegt að 100 manns sæki opnunina.

Dagskrá:

13:00 Opnun – Arnheiður Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri MN.
13:05 Ávarp – Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
13:15 Klipping á borða, Katrín, Sigurður Ingi, Þórdís Kolbrún
13:20 Sigurður Ingi Jóhannsson – samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra
13:30 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir – ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra
13:40 Kristján Þór Magnússon – Sveitarstjóri Norðurþings

UMMÆLI