Draugagangur, dans og þungarokk 

Draugagangur, dans og þungarokk 

Það verður heldur betur af nógu að taka í Menningarhúsinu Hofi í nóvember!

Í tilefni af Hrekkjavöku fer draugurinn Reyri af stjá á fjölskyldutónleikum sunnudaginn 6. nóvember. Reyri, ásamt geigvænlegum vinum, fer með áhorfendur á vit löngu látinna tónskálda og útkoman verður ógnvekjandi en líka fyndið og skemmtilegt tónlistarleikhús. Það er Tónlistarfélag Akureyrar sem stendur fyrir tónleikunum í samstarfi við Menningarhúsið Hof og List fyrir alla.

Laugardaginn 12. nóvember er komið að 100 ára afmæli Karlakórs Akureyrar Geysi. Eldri félagar kórsins eru sérstaklega velkomnir, jafnvel til að taka þátt í sögnum og stíga á sviðið. Í því skyni býðst gömlum félögum sérstakt tilboð á tónleikana.

Athyglin færist yfir á dansinn mánudaginn 14. nóvember þegar atvinnudansflokkurinn Spinn Danskomaniet sýnir verkið Hannah Felicia. Í danshópnum eru bæði fatlaðir og ófatlaðir dansarar en verkið fjallar um systrabönd og samband tveggja manneskja. Höfundur verksins er danshöfundurinn Lára Stefánsdóttir en tónlistin er samin af íslenska tónskáldinu Högna Egilssyni. Í lok verksins verða umræður við Láru Stefánsdóttur danshöfund. Unnur Anna Árnadóttir dansari stýrir umræðunum, sem fara fram á íslensku.

Þungarokkið tekur við 24. nóvember þegar hljómsveitin Miomantis kemur fram ásamt sveitinni Hugarró. Miomantis hefur starfað á Akureyri frá árinu 2019 og spilar þungdrifið rokk sem má meðal annars líkja við Metallica, Alice In Chains, Nirvana og Melvins. Kynnt verður slatti af uppkomandi lögunum ásamt blöndu af gamla efninu ásamt vel völdum ábreiðum. Viðburðurinn er styrktur af VERÐANDI listsjóði.

Í byrjun desember taka jólatónleikarnir yfir. Úrvalið er ótrúlega fjölbreytt í ár en þar má nefna Jólaljós og lopasokka, Valdimar Guðmundsson, Heima um jólin, Hátíðartónleika Bríetar og Þorláksmessutónleika Bubba Morthens. Að ógleymdu Áramótaskopi Ara Eldjárns.

Miðasala á alla viðburðina er að finna á mak.is

UMMÆLI