Drinni og hinar hættulegu hugsanir standa fyrir vínylútgáfu

Drinni og hinar hættulegu hugsanir standa fyrir vínylútgáfu

Í gær hófst söfnun fyrir vínylútgáfu plötunnar Hávær ljóð með hljómsveitinni Drinni & The Dangerous Thoughts. Platan var tekin upp víða á Norðurlandi á haustmánuðum síðasta árs og kom út á stafrænu formi í sumar. Hávær ljóð er unnin af listakollektífinu og sjálfstæðu plötuútgáfunni MBS á Akureyri og sá Drinni sjálfur um hljóðblöndun. Hljómjöfnun var í höndum Þorsteins Kára Guðmundssonar en aukaleg hljóðvinnsla fyrir vínylutgáfu var í umsjón Sodasound í Frakklandi.

Platan verður pressuð á biksvartan 180 gr. vínyl sem gerir hana að afar eigulegum grip auk þess sem hvert eintak er handnúmerað. 

Á heildina litið er Hávær ljóð fjölbreytt plata og gætir áhrifa hinna ýmsu tónlistarstefna. Blanda djass, blús og latin tónlistar er í ákveðnum forgrunni en einnig má heyra eiginleika pönks skjóta upp kollinum af og til.

Hér er kjörið tækifæri til að styrkja sjálfstæða tónlistarútgáfu á Norðurlandi. Heita má á verkefnið á Karolinafund og fá plötuna að launum í bland við fleiri fríðindi, til dæmis VIP passa á árlega tónlistarhátíð MBS, Mannfólkið breytist í slím.

Hlekkur á söfnun á Karolinafund.

UMMÆLI

Sambíó