Eigandi Sjanghæ vill formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir í miskabætur

Eigandi Sjanghæ vill formlega afsökunarbeiðni og þrjár milljónir í miskabætur

Roshita YuFan Zhang, eigandi Sjanghæ á Akureyri vill fá formlega afsökunarbeiðni frá RÚV og þrjár milljónir króna í miskabætur vegna umfjöllunar RÚV um veitingastaðinn í fyrra. Þetta kemur fram á mbl.is.

Sjá einnig: Eigandi Sjanghæ í skýjunum með Akureyringa

Lögmaður Rositu hefur sent Ríkisútvarpinu formlega kröfugerð þess efnis. Hann segir að kröfugerðin eigi fullan rétt á sér og að RÚV hafi verið veittur frestur til vikuloka til þess að bregðast við.

Sjanghæ málið vakti mikla athygli í fjölmiðlum landins í september á síðasta ári en í fyrstu fréttt RÚV vegna málsins sagði að grunur léki á mansali á staðnum. Meðal annars kom fram að grunur væri á að starfsfólk staðarins fengi greiddar þrjátíu þúsund krónur á mánuði og borðaði matarafganga frá staðnum.

Sjá einnig: Eining-Iðja sendir út yfirlýsingu vegna Sjanghæ – RÚV ber alla ábyrgðina

UMMÆLI

Sambíó