Eik Haraldsdóttir vann Söngkeppni MA 2021

Eik Haraldsdóttir vann Söngkeppni MA 2021

Söngkeppni Menntaskólans á Akureyri árið 2021 fór fram í gærkvöldi. Eik Haraldsdóttir var sigurvegari kvöldsins eftir flutning sinn á laginu Like a star eftir Corinn Bailey Rae.

Annað sæti hreppti Jóna Margrét Guðmundsdóttir með lagið Alone eftir hljómsveitina Heart.

Í þriðja sæti urðu .eir Þormar Ernir Guðmundsson og Þorsteinn Jakob Klemenzson. Þeir fluttu frumsamið lag, Haltu mér, slepptu mér.

Vinsælasta atriði kvöldsins var flutningur á laginu When I was your man með Bruno Mars. Flytjendur voru Einar Ingvarsson, Hreinn Orri Óðinsson,  Kári Gautason og Örvar Óðinsson.

Eik Haraldsdóttir verður fulltrúi MA í Söngkeppni framhaldsskólanna árið 2021.

Keppninni var streymt í beinni útsendingu á Youtube rás skólafélagsins Hugins. Áhugasamir geta horft á keppnina hér að neðan. Atriði Eikar hefst á 1:10:00:

Mynd: Þormar og Þorsteinn (tv), Eik og Jóna Margrét (th) á sviðinu í Söngkeppni MA /ma.is

UMMÆLI