Intersand MaxCare 12 kg | Gæludýr.is

Ein andarnefja á Pollinum dáinMynd: Whale Watching Akureyri

Ein andarnefja á Pollinum dáin

Undanfarið hafa andarnefjur spókað sig um á Pollinum við Akureyri. Í síðustu viku var greint frá því að ein þeirra væri slösuð og um helgina var svo tilkynnt um dauða þeirrar andarnefju.

Þrjár andarnefjur höfðu verið í um viku á Pollinum við Akureyri þegar ein slasaðist og dó. Hvalaskoðun Akureyrar varaði fólk við því að fara ekki of nálægt hvölunum eftir að í ljós kom að einn þeirra væri slasaður.

Lögreglan á Norðurlandi eystra greindi frá andláti andarnefjunnar í tilkynningu um helgina. Í tilkynningunni segir:

Tilkynnt var um dauðan hval, andarnefju á floti á Eyjafirði í gær. Öllum hlutaðeigandi stofnunum sk.verklagi var gert viðvart um þetta. Andarnefjan hafði verið orðin ansi slök í gær mv. tilkynninguna sem kom frá hvalaskoðunarfyrirtæki. Hafði síðan ekki haft þetta af og var á floti suðvestan við Svalbarðseyri þegar tilkynningin barst.

UMMÆLI