Eining-Iðja býður upp á orlofsíbúð á Spáni

Sundlaugin er hluti af íbúðakjarnanum á Spáni. Mynd: ein.is.

Stéttarfélagið Eining-Iðja var að bæta við sig nýjum orlofskosti en orlofsíbúðir eru mjög vinsæll kostur meðal félagsmanna en stéttarfélög eiga gjarnan íbúðir og sumarbústaði um land allt sem þeir leigja félagsmönnum út ódýrt.

Íbúðin verður til leigu sumarið 2018 og er staðsett í glænýjum íbúðarkjarna í Lomas de Cabo Roig hverfinu í Casa Tarife, u.þ.b. þrjátíu mínútum frá Alicante á Spáni.

Ekki mörg stéttarfélög á Akureyri bjóða upp á orlofsíbúðir erlendis og þetta því ákveðin nýjung í framboði orlofshúsa.

Allar nánari upplýsingar um þessa nýju viðbót má nálgast á heimasíðu félagsins hér. 

UMMÆLI