Einn einstaklingur í sóttkví greindist með Covid-19

Einn einstaklingur í sóttkví greindist með Covid-19

Aðeins eitt nýtt Covid-19 smit greindist á Norðurlandi eystra um helgina. Smitið greindist í gær og var einstaklingurinn í sóttkví.

Engin smit greindust á laugardaginn. 25 einstaklingar eru nú í einangrun á svæðinu vegna smits, 19 þeirra á Akureyri.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að það sé góðs viti að tölur yfir virk smit haldi áfram að fara niður.

UMMÆLI