Einn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

Einn í einangrun vegna Covid-19 á Norðurlandi eystra

Einn einstaklingur er nú skráður í einangrun vegna Covid-19 faraldursins á Norðurlandi eystra samkvæmt upplýsingum á covid.is. Þá er einn aðili í sóttkví á svæðinu.

21 smit greindist á Íslandi yfir helgina. Þar af eru tíu skipverjar á flutningaskipi sem liggur við bryggju á Reyðarfirði. Þá er einnig vitað um smit sem kom upp í Laugarnesskóla í Reykjavík og í knattspyrnuliði Fylkis í Reykjavík.

Ekki hafa fengist nánari upplýsingar um smitið sem er nú skráð á Norðulandi eystra en síðast greindist smit á Norðurlandi eystra, sem var ekki tengt landamærunum, um mánaðarmótin nóvember-desember árið 2020.

Almannavarnir hafa boðað til upplýsingafundar klukkan 11 í dag þar sem verður gerð grein fyrir stöðu faraldursins. Fundurinn verður í beinu streymi á Facebook-síðu Almannavarna. Þú getur fylgst með í spilaranum hér að neðan.

Uppfært: Innanlandssmitin síðustu þrjá daga eru sjö, þau smit sem greindust utan sóttkvíar voru öll á höfuðborgarsvæðinu. Nítján greindust við landamærin, samkvæmt upplýsingum frá almannavörnum.

Upplýsingafundur almannavarna 22. mars 2021

Almannavarnir boða til upplýsingafundar í dag vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Á fundinum ræða þau Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir, Alma Möller landlæknir og Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn um stöðu mála hér á landi.

Posted by Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra on Monday, March 22, 2021

UMMÆLI