Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Sex eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri með Covid-19. Tveir á lyflækningadeild, þrír á skurðlækningadeild og einn á gjörgæsludeild og er hann í öndunarvél. Dregið hefur úr fjölda starfsmanna sem eru fjarverandi vegna Covid-19.

„Áfram er brugðist við til þess að  tryggja mönnun og eru áfram takmarkanir á valaðgerðum. Sjúkrahúsið er á hættustigi en hægt og rólega getum við vonandi farið í frekari afléttingar með von um að brátt sjáist til sólar og Covid-19 faraldurinn sé á undanhaldi,“ segir í tilkynningu Viðbragðsstjórnar SAk.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó