Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Einn í öndunarvél á Sjúkrahúsinu á Akureyri

Tveir einstaklingar eru inniliggjandi á Sjúkrahúsinu á Akureyri vegna Covid-19 og er einn í öndunarvél. Þetta kom fram á daglegum upplýsingafundi Almannavarna sem hófst klukkan 14 í dag.

Sjá einnig: Þrír starfsmenn SAk smitaðir af Kórónuveirunni

35 smit vegna Covid-19 hafa verið staðfest á Norðurlandi eystra og eru 325 einstaklingar í sóttkví.

Uppsafnaður fjöldi þeirra sem hafa verið lagðir inn á Akureyri vegna Covid-19 eru sex. Fjórir þeirra hafa verið útskrifaðir. Uppsafnaður fjöldi í öndunarvél á Akureyri er einn.

UMMÆLI

Sambíó