Einn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Einn í sóttkví á Norðurlandi eystra

Einn einstaklingur á Norðurlandi eystra er nú kominn í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Þetta er í fyrsta sinn síðan í byrjun desember sem að einstaklingur er skráður í sóttkví á svæðinu.

Smit á svæðinu eru enn engin en síðast var virkt smit skráð á Norðurlandi eystra 12. desember. Nýtt smit greindist síðast á Norðurlandi eystra þann 1. desember.

Þrátt fyrir að ekkert virkt smit hafi verið á svæðinu í nokkrar vikur og ekkert nýtt smit hafi greinst síðan 1. desember hefur svæðið verið skráð rautt á COVID-19 viðvörunarkerfinu síðan það var fyrst birt.

Það þýðir meðal annars að það er grímuskylda í almenningssamgöngum, verslunum, þegar farið er milli sóttvarnahólfa og í starfsemi sem krefst nándar. Fólk ætti að takmarka samveru við sína allra nánustu og fjöldatakmörkun er 5 til 20 manns. Þá er tveggja metra reglan enn í gildi.

UMMÆLI