Einni milljón króna úthlutað úr Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Einni milljón króna úthlutað úr Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis

Einni milljón króna hefur verið úthlutað úr Minningarsjóð Baldvins Rúnarssonar til Krabbameinsfélags Akureyrar og nágrennis. Styrknum er ætlað að setja á stofn Heilsueflingarsjóð með það að markmiði að hvetja skjólstæðinga KAON til líkamsræktar.

Í Heilsueflingarsjóðinn geta allir skjólstæðingar KAON leitað; þeir sem eru með krabbamein, eru í krabbameinsmeðferð eða í endurhæfingu eftir krabbameinsmeðferð.

Skjólstæðingarnir geta leitað til KAON og fá þá aðgang að líkamsræktarstöðinni Bjargi á kostnað sjóðsins.

Þá munu skjólstæðingar njóta liðsinnis sjúkraþjálfara til leiðbeininga og við að setja upp æfingaáætlun við hæfi fyrir hvern og einn. Að auki munu sjúkraþjálfarar sinna fræðslustarfi um heilsurækt fyrir skjólstæðina KAON.

Í dag er eitt ár liðið frá fráfalli Baldvins Rúnarssonar. Minningarsjóður Baldvins er ætlaður til að styrkja einstaklinga, hópa eða félög á sviði íþrótta- og mannúðarmála en Baldvin var mikill íþróttamaður og harður Þórsari.

UMMÆLI