Eitt nýtt smit á Norðurlandi eystra

Eitt nýtt smit á Norðurlandi eystra

Eitt nýtt Covid-19 smit greindist á Norðurlandi eystra í gær. Aðilinn sem greindist með veiruna hafði komið til landsins fyrir nokkrum dögum og greindist í seinni skimun. Hann var í sóttkví við greiningu.

„Þetta fer hægt hægt niður en þetta er að þokast í rétta átt. Það er áfram biðlað til landsmanna að takmarka samgang sín á milli, sérstaklega þarf að fara varlega nú þegar margir eru að huga að verslunarferðum og undirbúningi fyrir það sem gerist í desember mánuði. Ef að fundið er fyrir einkennum eða minnsti grunur er um smit þá á að mæta í sýnatöku,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Virk smit eru nú 40 talsins á Norðurlandi eystra og 32 einstaklingar eru í sóttkví.

UMMÆLI