Akureyri-Færeyjar

Eitt nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra

Eitt nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra

Eitt Covid-19 smit greindist á Norðurlandi eystra í gær. Nú eru samtals fjögur virk smit á svæðinu. Þetta kemur fram í nýjustu tölum á Covid.is. Tvö smitanna eru í Mývatnssveit og eitt á Akureyri en ekki hefur verið greint nánar frá staðsetningu smitsins sem greindist í gær.

18 einstaklingar eru í sóttkví á Norðurlandi eystra í dag. Eitt smit greindist einnig á Norðurlandi Vestra í gær og eru smit þar nú orðin tvö samtals. Því eru nú sex virk smit á Norðurlandi.

Á landinu öllu greindust 38 með veiruna í gær. Virk smit á Íslandi eru nú orðin 435. Af þeim hafa 379 greinst með veiruna síðustu tíu sólarhringa.

UMMÆLI