Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Ekið á gangandi vegfaranda á Akureyri

Ekið var á gangandi vegfaranda um klukkan 13 í dag á Akureyri. Umferðarslysið átti sér stað á Glerárgötu við Grænugöru.

Einstaklingurinn sem ekið var á var fluttur á bráðamóttöku Sjúkrahússins á Akureyri til aðhlynningar.

Í tilkynningu lögreglu kemur fram að nú sé unnið að rannsókn málsins og því sé Glerárgata milli Þórunnarstrætis og Gránufélagsgötu lokuð fyrir umferð í báðar áttir.

Vegfarednur eru beðnir um að sýna því tillitsemi og þolinmæði.

UPPFÆRT: Búið er að opna fyrir umferð um Glerárgötu.

Umferðarslys var nú um kl. 13 á Glerárgötu við Grænugötu en þar var ekið á gangandi vegfaranda og var hann fluttur á…

Posted by Lögreglan á Norðurlandi eystra on Friday, February 12, 2021

UMMÆLI