Ekkert nýtt Covid smit í heilan mánuð á Norðurlandi eystra

Ekkert nýtt Covid smit í heilan mánuð á Norðurlandi eystra

Síðasta Covid-smit sem greindist á Norðurlandi eystra greindist á Akureyri þann 1. desember 2020. Það er því meira en mánuður liðinn frá því að smitið greindist.

Einstaklingurinn sem greindist þá með Covid-19 var í sóttkví við greiningu og enginn í nánasta umhverfi hans þurfti að fara í sóttkví þegar smitið greindist.

Í dag eru einnig þrjár vikur síðan að tölur yfir einstaklinga í einangrun og sóttkví fóru niður í núll.

UMMÆLI