Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra síðustu þrjá daga

Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra síðustu þrjá daga

Enginn greindist með Covid-19 síðastliðinn sólarhring á Norðurlandi eystra. Þetta er þriðji dagurinn í röð sem ekkert smit greinist á svæðinu. 20 ný smit greindust á landsvísu, það er mesti fjöldi nýrra smita sem greinist á sólarhring síðan 10. nóvember.

Í tilkynningu frá lögreglunni á Norðurlandi eystra segir að rannsóknarstofa SAk hafi tekið sýni gærdagsins til greiningar þar sem ekki hafi verið hægt að senda þau suður vegna veðurs. Þau hafi öll reynst neikvæð.

17 einstaklingar eru nú í einangrun á Norðurlandi eystra og heldur virkum smitum áfram að fækka á milli daga. 19 eru í sóttkví á svæðinu.

Hér að neðan má sjá töflu yfir smit frá lögreglunni og Facebook status frá Jóni Torfa Halldórssyni, yfirlækni og fulltrúa HSN í aðgerðarastjórn.

UMMÆLI

Sambíó