Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra og virkum smitum fækkar

Ekkert nýtt smit á Norðurlandi eystra og virkum smitum fækkar

Ekkert nýtt smit greindist á Norðurlandi eystra síðastliðinn sólarhring. Í tilkynningu lögreglunnar segir að það megi brosa yfir þessum tölum en að fólk þurfi áfram að vera á varðbergi og sinna sóttvörnum.

„Stundum virkar þetta eins og sama tuggan og stundum finnst manni eins og ekkert breytist en á endanum förum við að sjá árangurinn sem við viljum sjá. Við þurfum bara að vera samferða á þann stað. Njótið það sem eftir er dagsins og allir að fara varlega,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

43 virk smit eru nú á Norðurlandi eystra og fækkar því um sex virk smit á milli daga. Einnig fækkar í sóttkví en nú eru 35 einstaklingar í sóttkví á svæðinu samanborið við 37 í gær.

Sambíó

UMMÆLI


Goblin.is