Ekkert virkt smit á Norðurlandi eystra

Ekkert virkt smit á Norðurlandi eystra

Í dag er ekkert virkt smit á Norðurlandi eystra og því enginn skráður í einangrun lengur á svæðinu. Síðustu daga hefur eitt virkt smit verið skráð á covid.is. Tveir eru skráðir í sóttkví á svæðinu.

Smitum fjölgaði á Norðurlandi eystra í byrjun janúar og voru mest sjö virk smit skráð á svæðinu í mánuðinum. Þau smit voru þó öll tengd landamærunum og einstaklingum sem voru erlendis yfir hátíðirnar og að snúa heim.

Síðast greindist nýtt smit á Norðurlandi eystra sem var ekki tengt landamærunum 1. desember 2020.

UMMÆLI