Ekki fjár­hags­legur grund­völlur fyrir tveimur vín­búðum á Akur­eyri

Ekki fjár­hags­legur grund­völlur fyrir tveimur vín­búðum á Akur­eyri

Vínbúðinni við Hólabraut í miðbæ Akureyrar verður lokað þegar ný verslun ÁTVR opnar í verslunarkjarna Norðurtorgs í næsta mánuði. ÁTVR segir í skriflegu svari við fyrirspurn Akureyri.net að ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir því að reka tvær vínbúðir á Akureyri.

„ÁTVR auglýsti eftir húsnæði fyrir nýja Vínbúð í sept. 2022. Meðal krafna var að húsnæðið væri á skilgreindu miðsvæði eða verslunar og þjónustusvæði. Norðurtorg uppfyllti skilyrði útboðsins og voru með hagstæðasta tilboðið,“ sagði í svari ÁTVR til Akureyri.net.

Haft er eftir Sigrúnu Ósk Sigurðardóttur aðstoðarforstjóra að ekki sé fjárhagslegur grundvöllur fyrir rekstri tveggja Vínbúða á Akureyri eins og staðan er í dag.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó