Ekki hægt að opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli vegna veðurs

Ekki hægt að opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli vegna veðurs

Hvassviðri undanfarna daga hefur komið í veg fyrir að hægt sé að opna nýju stólalyftuna í Hlíðarfjalli. Óvíst er hvenær lyftan verður tekin í notkun. Þetta kemur fram á vef Vikublaðsins í dag.

Þar segir að um leið og færi gefist vegna veður verði lyftan opnuð formlega en ekki sé hægt að segja til um hvenær það verður. Í byrjun mars mánaðar var greint frá því að lyftan yrði líklega formlega opnuð, með ræðuhöldum og tilheyrandi, föstudaginn 12. mars en enn hefur ekki verið hægt að opna. Lyftan verður látin ganga í tvo daga áður en hún verður formlega opnuð fyrir skíðafólk.

Lyftan verður sú lengsta hér á landi, um kílómetri að lengd, og með henni verður auðveldara að komast upp í efsta hluta Hlíðarfjalls. Skíðafólk á Norðurlandi hefur lengi beðið eftir opnun nýju lyftunnar en upphaflega stóð til að hún myndi opna árið 2018. Síðan þá hefur þurft að fresta opnun ítrekað.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó