Ekki líklegt að Goðamótið fari fram næstu helgi

Ekki líklegt að Goðamótið fari fram næstu helgi

Ákvörðun um Goðamót 6. flokks karla í fótbolta sem fram á að fara á Akureyri um næstu helgi verður tekin síðar í dag. Á heimasíðu Þórs segir að í sannleika sagt líti ekki vel út með mótahald um næstu helgi vegna Covid-19 veirunnar.

Þar segir enn fremur að aðstandendur mótsins vilji taka yfirvegaða ákvörðun og að það verði leitað ráða hjá yfirvöldum heilbrigðismála um þeirra afstöðu varðandi fjöldasamkomur af þessu tagi á þessum tímapunkti.

„Einnig viljum við hvetja þjálfara liðanna til að athuga afstöðu fólks í sínum foreldrahópum. Augljóslega verður mótinu frestað óháð öðrum sjónarmiðum ef þátttakan minnkar verulega,“ segir á vef Þórs

Einnig verður teking ákvörðun síðar um Goðamót 5. flokks kvenna sem á að fara fram helgina 20.-22. mars. Ákvörðun um það mót verður tekin með sama fyrirvara og um er að ræða með 6. flokk karla nú, það er mánudaginn 16. mars.

Einungis yrði um frestanir á mótunum að ræða, en ekki aflýsingu. Mótin munu fara fram þó síðar verði. Þá er horft til loka apríl eða fram í miðjan maí með líklegar tímasetningar.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó