Eldur í Glerárskóla

Eldur í Glerárskóla

Slökkviliðið á Akureyri er mætt fyrir utan Glerárskóla þar sem hefur kviknað í og mikill reykur hefur myndast.

Allt tiltækt lið lögreglu og slökkviliðsins var kallað til. Búið er að slökkva eldinn og er nú unnið að reykræstingu samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Akureyri.

Rafmagnslaust var í Holta-, Gilja- og Síðuhverfi á Akureyri í kjölfarið að kviknaði í en rafmagn er komið aftur á á svæðinu.

Sjá einnig: Grunur um íkveikju þegar eldur kom upp í Glerárskóla

Fréttin hefur verið uppfærð.

UMMÆLI

Sambíó