Eldur í húsi á Eyrinni í morgun

Eldur í húsi á Eyrinni í morgun

Fjórum var bjargað út í brennandi húsi við Norðurgötu á Akureyri nú í morgun. Tilkynning barst lögreglu og slökkviliði kl: 05:14 í morgun en strax við komu viðbragðsaðila á staðinn var ljóst að um mikinn eld var að ræða og húsið gamalt timburhús klætt með bárujárni.
Þrjár íbúðir eru í húsinu og var á tímabili óvíst hvort fimmti íbúinn væri inni í húsinu en svo reyndist ekki vera.
Slökkvistarf stendur enn yfir, búið er að slökkva eldinn, en slökkviliðið mun halda áfram að fylgjast með húsinu fram eftir degi. Ekki er vitað hvernig eldurinn kviknaði og hefur lögreglan á Akureyri óskað eftir aðstoð frá tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu til þess að sjá um tæknirannsókn á vettvangi. Þá hefur verið óskað eftir aðstoð áfallateymis Rauða kross Íslands fyrir íbúa hússins.

UMMÆLI