Eldur í verksmiðju á Krossanesi

Eldur í verksmiðju á Krossanesi

Slökkviliðið á Akureyri var kallað út í dag þegar eldur kom upp í álþynnuverksmiðjunni TDK Foil að Krossanesi 4 á Akureyri. Alls komu 30 manns að slökkvistörfum en allir á frívakt voru kallaðir út. Frá þessu er greint á mbl.is í dag.

Alls tóku slökkvistörf um 40 mín­út­ur, en að sögn Gunn­ars Rún­ars Ólafs­son­ar, sitj­andi slökkviliðsstjóra, fór bet­ur en á horfðist. 

Eldur kviknaði í framleiðsluvél sem var alelda þegar slökkviliðsmenn mættu á svæðið. Nákvæm eldsupptök eru enn óþekkt. Ekki má sprauta vatni á álþinn­ur, líkt og þær sem vél­in fram­leiðir, og voru slökkvistörf því snún­ari en ella. 

Sjúkrabílar voru kallaðir út til að hlúa að fólki sem var við vinnu þegar eldurinn kviknaði, bæði vegna áfalls og reykeitrunar. Ekki þurfti að flytja neinn á sjúkrahús.

Sambíó

UMMÆLI

Sambíó