Eldur kom upp í bifreið á Akureyri

Eldur kom upp í bifreið á Akureyri

Eld­ur kom upp í bif­reið við Múlasíðu á Ak­ur­eyri um fjög­ur­leytið í nótt að sögn varðstjóra hjá slökkviliði Ak­ur­eyr­ar. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Þar segir að bíllinn hafi verið alelda þegar slökkviliðið mætti á vettvang. Hitinn af eldinum hafði sprengt rúður í nærliggjandi bíl og brætt plast á honum. Samkvæmt varðstjóra hjá slökkviliðinu sakaði engan og hætta steðjaði hvorki að fólki né mannvirkjum.

Greiðlega gekk að slökkva eldinn en bifreiðin er gjörónýt. Bifreiðin var kyrrstæð í bílastæði. Að sögn varðstjóra í lögreglunni á Akureyri verður málið rannsakað í dag. 

Sambíó

UMMÆLI