Eldur kom upp í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri

Eldur kom upp í gömlu íbúðarhúsi á Akureyri

Eldur kom upp í gömlu húsi í Sandgerðisbótinni á Akureyri í nótt. Tvær manneskjur voru í húsinu en náðu að komast út og tilkynna um eldinn til Neyðarlínunnar um klukkan hálf tvö í nótt. Þetta kemur fram á vef mbl.is.

Á Facebook síðu Slökkviliðs Akureyrar segir að um sé að ræða mjög gamalt tveggja hæða hús með séríbúð á hvorri hæð. Neðri hæðin hafi verið mannlaus þegar eldurinn kom upp en íbúar á efri hæðinni hafi tilkynnt um eldinn.

Þar segir að vel hafi gengið að slökkva sjáanlegan eld en illa hafi gengið að komast fyrir allan eld inn í veggjum og í þaki hússins vegna einangrunar. Slökkvistarfi lauk um hálf fimm í morgun. Ekki er vitað um eldsupptök en talsverðar skemmdir eru á húsinu.

Sambíó

UMMÆLI