Eldur kom upp í mannlausum bíl við Dalsgerði

Eldur kom upp í mannlausum bíl við Dalsgerði

Eldur kom upp í mannlausum bíl á bílastæði við Dalsgerði á Akureyri um 11 leytið í morgun. Slökkviliðið á Akureyri var fljótt á svæðið og slökkti eldinn fljótt. Þetta kemur fram á vef RÚV.

Að sögn sjónvarvotta logaði eldurinn mjög glatt við bensínlok bílsins þegar slökkviliðið mætti á svæðið.

Eins og áður segir var bíllinn mannlaus þegar eldurinn kom upp en eig­andi hans var ný­kom­inn heim á bíln­um þegar eld­ur­inn blossaði upp.

„Slökkviliðsmenn voru snöggir að ráða niðurlögum eldsins og voru að slökkva í síðustu glóðum þegar fréttastofu bar að garði,“ segir í frétt RÚV en á vef þeirra má sjá myndskeið af störfum slökkviliðsins.

Mynd: Skjáskot/RÚV

UMMÆLI